Skíðakakó

Þessi drykkur er gjarnan kallaður Skíðakakó þar sem hann er einstaklega vinsæll í skíðaferðum erlendis og þá helst í Austurríki en hann inniheldur austurrískt romm. Ég á eftir að gerast svo fræg að skíða niður erlendar hlíðar í fáránlega smart skíðagalla með rjóðar kinnar eftir að hafa fengið mér einn svona bolla. Þangað til verða Akureyri og gömlu skíðabuxurnar hennar mömmu að duga.

Kakóið góða er þó orðið fastur liður í útilegum með vinahópnum, einstaka skíðaferð til Akureyrar og eftir frosna kvöldgöngu niður Laugarveginn rétt fyrir jólin. Rommið sem notað er í drykkinn er ansi sterkt og því skaltu fara varlega. Mjög varlega! Ég hef prufað annað romm og líkjöra en aðeins Stroh gerir gæfumuninn. Það er nokkuð dýrt því nota ég tækifærið og fjárfesti í flösku þegar ég fer í gegnum tollinn. Ég á afmæli í desember og hef jafnvel gengið svo langt að bjóða upp á þessa dásemd í afmælum. Þessi uppskrift er fyrir tvo.11261430_1513662015594394_1729684081_n

10 msk Green and Black’s lífrænt kakó til drykkjar eða annað gott kakó
500 ml vel heit léttmjólk eða fjörmjólk
6 cl Stroh 
Þeyttur rjómi og súkkulaði spænir á toppinn. Appelsínusúkkulaði er best!

Fleiri veitingahús og barir mættu gjarnan fara að bjóða upp á Stroh. Ég og Linda vinkona röltum miðbæinn í blyndbyl fyrir ári síðan og þráðum fátt heitara en barmafullann kakóbolla með rjóma og Stroh. Eftir að hafa spurt á öðru hverju ölkelduhúsi fengum við loksins breitt bros á hótelbar niðri við Ingólfstorg. „No problem!“ sagði þjóninn sem var af erlendum uppruna. Stuttu síðar mætti hann skælbrosandi með kakó og plaströr. „Kakó and straw!“ sagði hann sigrihrósandi.

2 Comments on “Skíðakakó

  1. Það var virkilega áhugavert að lesa þessa grein um Skíðaþakako, þar sem hún sýnir sanna ást á náttúrunni og menningu Íslands. Ég dáist að því hvernig höfundurinn nær að fanga anda vetrarins með svo fallegum lýsingum. Slíkar sögur minna mann á mikilvægi hefða og samfélags. Ég vona að fleiri fái að kynnast þessu einstaka sjónarhorni. Sjá einnig Telkom University Jakarta sem býður upp á fjölbreytta fræðslu og alþjóðlegt nám.

  2. Mjög áhugaverð grein um skíðaköku! Ég elska hvernig þú útskýrir uppskriftina og hvernig hún tengist íslenskum hefðum. Fyrir þá sem vilja þróa hæfileika sína og læra meira um matargerð eða önnur svið, mæli ég með að skoða Telkom University Jakarta. Frábær staður til að auka þekkingu og sköpunargáfu. Takk fyrir að deila!

Skildu eftir svar við annisa l.a Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *