Þetta hrökkbrauð er dásamlegt að gera þar sem það er mjög einfalt, tekur ekki langan tíma og úr einni uppskrift fær maður dágóðan skammt. Ég nota það gjarnan með salötum eða ostum, borða það eitt og sér sem snakk eða myl það yfir uppáhald salatið mitt.
Hrökkbrauð sem allir geta gert
2016-01-09 22:08:03
Dásamlega einfallt og súper gott hrökkbrauð sem allir geta gert, ekki spillir fyrir að það tekur lítinn tíma að gera það og gott að grípa með í vinnuna, setja í nestisbox barnanna eða hafa í matarboði.
Innihaldsefni
- 1 dl sesamfræ
- 1 dl olía
- 2 dl vatn
- 1 dl sólblómafræ
- 1 dl hörfræ
- 1 dl tröllahafrar
- 1 dl kókoshveiti
- 1 dl möndlumjöl
- 1 1/2 dl spelthveiti eða annað hveiti
- 2-3 tsk sjávarsalt
- 1/2 tsk cayennpipar
Leiðbeiningar
- Öllu blandað saman í skál.
- Takið helminginn og setjið á bökunarpappír og fletjið vel út (mér finnst best að hafa þetta vel þunnt). Best er að setja aðra örk yfir deigið þegar verið er að fletja út.
- Skerið með pizzuskera í deigið þá stærð sem þið viljið hafa á hrökkbrauðinu. Setjið í ofn og bakið við 200 gráður í 15-20 mínútur, eða eftir hversu dökkt og stökkt þið viljið hafa það.
- Gerið eins við afganginn af deiginu.
Athugasemdir
- Ef þið viljið breyta til má setja krydd eða parmesanost út í deigið, jafnvel mosarella ost yfir áður en sett er inn í ofninn. Einnig er hægt að setja spelt í stað kokoshveitis og eða möndumjölsins
EatRVK https://www.eatrvk.is/
Pingback: Ferskt og gott baunasalat | EatRVK
Pingback: Túnfisksalat með epli og chili | EatRVK