Þegar grillið er tekið fram er þessi blanda það fyrsta sem við gerum. Í dag er alltaf gerður stór skammtur af kryddblöndunni þar sem hún klárast yfirleitt fljótt og svo er sniðugt að gefa hana í gjafir þegar farið er í matarboð. Þetta er snilldarblanda sem passar með ÖLLU sem sett er á grillið. Það sem er líka svo dásamlegt við að gera sína eigin kryddblöndu er að þá eru engin aukaefni í henni svo sem MSG, það tekur mjög stuttan tíma að gera hana og hún geymist vel.
Leyndarmál grillarans - kryddblanda
2016-07-11 21:38:09
Einföld, bragðgóð og ávanabindandi kryddblanda sem gleður bragðlaukana.
Innihaldsefni
- 1/3 bolli gott salt
- 1/4 bolli púðursykur
- 1/4 bolli papríka, betra að nota reykt papríkuduft
- 2 msk mulinn svartur pipar
- 2 msk þurrkað oregano
- 2 msk þurrkað timían
- 1 msk cayenne pipar
Leiðbeiningar
- Blandið öllu vel saman í skál með gaffli. Setjið í krukku eða box sem lokast vel og þá má geyma blönduna í allt að 6 mánuði.
EatRVK https://www.eatrvk.is/
Gríðarlega áhugaverð grein um leyndarmál grillarans! Það er alltaf gaman að læra ný ráð um hvernig á að grilla á réttan hátt og fá sem besta bragðið. Mér líkar sérstaklega hvernig greinin leggur áherslu á fersk hráefni og góða undirbúning. Slík atriði skipta miklu máli fyrir árangursríkan grillmat. Ég mæli eindregið með að lesa meira um menntun og rannsóknir hjá Telkom University Jakarta fyrir þá sem hafa áhuga á nýsköpun og tækni. Þetta var sannarlega fræðandi lesning!