Þetta salat er í miklu uppáhaldi og ég geri það gjarnan úr afgangskalkún, til dæmis á jólum og páskum, en einmitt þá er gjarnan búið að borða yfir sig af feitum sósum og súkkulaði og gott að fá ferskt og fitulítið salat í kroppinn. Fljótlegt, ferskt og gott!
Kalkúnasalat með peru-, hnetu- og rifsberjadressingu
2016-03-28 16:16:09
Serves 2
Ferskt og gott salat. Tilvalið að nýta afganga af kalkún í þessa snilld.
Innihaldsefni
- 300 gr af elduðum kalkún
- Spínatpoki
- 1/2 granatepli
- 1 pera
- 1 dl ristaðar pekan- eða valhnetur
- 2 dl ofnbakaðar sætar kartöflur
- 2 dl ofnbakaðar gulrætur
- 1 dl bláber ef vill
- 1 msk rifsberjasulta - ég nota þessa frönsku án viðbætts sykurs
- 3 msk olívuolía
- 3 msk ferskt kóríander ef vill
Leiðbeiningar
- Skolið spínatið og skerið kalkúnin í þunnar og fallegar sneiðar.
- Setjið 2 lúkur af spínati á hvorn disk og leggið kalkúninn yfir.
- Afhýðið peruna og skerið í teninga og dreifið yfir.
- Skafið innan úr granateplinu og skiptið á diskana tvo.
- Því næst fer ofnbakaða grænmetið á diskana.
- Hrærið olíunni og sultunni vel saman með gafli. Hellið dressingunni yfir salatið.
- Toppið með kóríander, bláberjum og söxuðum hnetum.
Athugasemdir
- Ég nota yfirleitt eldaða grænmetið sem var með kalkúninum í salatið, t.d. sætar kartöflur, gulrætur og/eða spergilkál.
EatRVK https://www.eatrvk.is/
Pingback: Verslaðu í matinn fyrir minna! | EatRVK