Brauð og bragðmikið álegg

_DSC7283 _DSC7291

Þessa baunaídýfu hef ég of gert fyrir matarboð en hana mætti án efa einnig nota í vefjur með salati. Það tekur engan tíma að útbúa hana en hún er skemmtileg tilbreyting frá hummus.

Dásamleg hvítbaunaídýfa
Brjálæðislega einföld, bragðgóð og ljúffeng ídýfa fyrir matarboðið, í nesti eða saumaklúbbinn.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1/3 bolli ólífuolía
  2. 1/2-1 tsk gott salt
  3. 1/2-1 tsk malaður pipar
  4. 1 dós hvítar baunir, skolaðar
  5. 1/4 bolli söxuð steinselja
  6. 2 msk ferskur sítrónusafi, eða um 1/2 sítróna
  7. 1 hvítlauksgeiri, saxaður
Leiðbeiningar
  1. Setjið í matvinnsluvél baunir, steinselju, sítrónusafa, hvítlauk, salt, pipar og blandið vel saman.
  2. Hellið 1/3 bolla af ólífuolíu rólega saman við eða þar til blandan er orðin kremkennd.
  3. Kryddið aðeins meira með salti og pipar eða eftir smekk.
Athugasemdir
  1. Dýfan dásamlega er góð með nýbökuðu brauði og þá mæli ég sérstaklega með uppskriftinni hér að neðan.
EatRVK https://www.eatrvk.is/

 

Auðvelt og gott brauð
Þessi uppskrift er góður grunnur sem nýta má í nánast hvað sem er. Um að gera að prufa sig áfram með krydd, gera pizzabotn eða bollur. Þetta er auðveldasta brauð sem ég hef bakað, mæli með að þið prufið þessa snilld.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 kg hveiti, t.d. 500 gr heilhveiti og 500 gr hvítt hveiti
  2. 2 msk gott salt
  3. 750 ml volgt vatn
  4. 2 msk þurrger eða um einn poki
Leiðbeiningar
  1. Öll hráefni fara í skál.
  2. Hrærið vel saman með sleif.
  3. Setjið viskastykki yfir og látið hefast í tvær klukkustundir.
  4. Setjið hveiti á smjörpappír og skiptið deiginu í tvennt eða mótið eins og þið viljið.
  5. Viskastykkið er sett aftur yfir og látið hefast í klukkustund.
  6. Hitið ofninn í 220 gráður.
  7. Setjið eldfast mót með vatni í botninn á ofninum en þetta gefur brauðinu yndislega stökka skorpu.
  8. Bakið brauðið í 30 mínútur og látið það svo standa í aðrar 20 mínútur áður en það er skorið.
EatRVK https://www.eatrvk.is/

 

5 Comments on “Brauð og bragðmikið álegg

  1. Þessa dagana er ég vitlaus í pestó, sem ég leyfi mér að deila.

    Pestó.
    1 krukka sólþurkaðir tómatar í olíu
    4 döðlur
    4 hvítlauksrif
    1 dós svartar ólívur
    1 pk. furuhnetur
    1/2 krukka fetaostur

    Döðlur settar í skál og tómötunum með olíunni sturtað yfir og döðlurnar látnar mýkjast í ca. 2 tíma. Hvítlaukurinn samanvið og allt maukað vel. Furuhneturnar þurristaðar. Ólívurnar saxaðar gróft og öllu blandað saman.

    Þar sem ég er með mjólkuróþol, þá nota ég fetaost frá Örnu vinkonu minni í Bolungarvík.

  2. Pingback: Tómatsúpa sem framkallar bros hjá öllum | EatRVK

  3. Pingback: Túnfisksalat með epli og chili | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *