Gullfallegur rauðrófu-hummus

Á köld­um vetr­ar­dög­um er gott að borða svona orku­bombu og það besta er að hún er líka mjög bragðgóð. Hægt er að nota rauðróf­ur í alls kon­ar upp­skrift­ir og jafn­vel kök­ur. Að gera humm­us er mjög ein­falt, hann er holl­ur og góður sem meðlæti, á brauð, vefj­ur, sem ídýfa eða á hrápitsur í stað hinn­ar klass­ísku pítsusósu. Þessi humm­us er dá­sam­lega létt­ur og bragðgóður. Upp­skrift­in er stór en auðvelt er að helm­inga hana fyr­ir lít­il heim­ili en humm­us má líka vel frysta. Rauðróf­ur eru allra meina bót, þær eru til dæm­is stút­full­ar af járni, fólín­sýru, magnesí­um og kalí­um ásamt A-, B6- og C-víta­mín­um. Þessi uppskrift frá mér byrtist á vefsíðu mbl.is Matur. Ég mæli með að þið fylgist vel með þeirri síðu enda svo gaman að skoða hana.

937222.jpg

Mynd tekin af Árna Sæberg/Mbl.is

Gullfallegur rauðrófu-hummus
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 litl­ar eða 1 stór rauðrófa
  2. 4 - 6 hvít­lauks­geir­ar
  3. 2 dós­ir kjúk­linga­baun­ir
  4. 1/​4 bolli tahini
  5. 2 msk. möndl­u­smjör
  6. safi úr 1/​2 sítr­ónu
  7. 1/​3 bolli ólífu­olía
  8. Salt og pip­ar eft­ir smekk
  9. Ferskt dill og furu­hnet­ur til skreyt­ing­ar, saxað
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofn­inn í 200 gráður.
  2. Setjð rauðróf­urn­ar í álp­app­ír ásamt hvít­laukn­um og 1 msk. af vatni og pakkið vel inn og bakið í 45 - 60 mín­út­ur eða þar til rauðróf­an er mjúk.
  3. Leyfið rauðróf­unni og hvít­laukn­um að kólna.
  4. Setjið kjúk­linga­baun­ir, möndl­u­smjör, sítr­ónusafa í mat­vinnslu­vél og vinnið vel sam­an.
  5. Bætið við baun­irn­ar rauðróf­um og hvít­lauk sem búið er að skræla og skera í bita og látið bland­ast vel sam­an. Saltið og piprið eft­ir smekk.
  6. Hellið ólífu­olí­unni ró­lega sam­an við. Ef ykk­ur finnst humm­us­inn of þykk­ur má setja 1-2 msk. af ís­vatni eða köld­um safa af kjúk­linga­baun­um sam­an við, látið vél­ina vinna humm­us­inn þar til sú áferð sem þið viljið er kom­in.
  7. Setjið humm­us­inn í skál, skreytið og njótið.
EatRVK https://www.eatrvk.is/

One Comment on “Gullfallegur rauðrófu-hummus

  1. Pingback: Avocado-kóríander hummus | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *