Þessar frábæru kókoskúlur eru mjög bragðgóðar og sérstaklega einfaldar að gera. Þær eru í miklu uppáhaldi sem smá orkunammi þegar okkur langar í eitthvað sætt. Best er að geyma þær í ísskáp í lokuðu boxi en ég set alltaf nokkrar í frystinn til að eiga síðar því þær eru fljótar að hverfa. Mitt yngsta barn er ekki eins hrifið af avókadó og mamman en þessar kúlur borðar það með bestu list 😉

			Avókadó kókoskúlur
	2017-04-12 19:04:48
		
			Innihaldsefni
			- 1 avókadó
 - 10 döðlur
 - 1/4 bolli gott kakó
 - 1/2 bolli möndlusmjör
 - klípa af salti
 - 1/4 bolli saxað suðusúkkulaði
 - kókos til að velta upp úr
 
Leiðbeiningar
			- Setjið avókadó ásamt döðlum í matvinnsluvél og maukið vel saman
 - Bætið við kakó, salti og möndlusmjöri og látið blandast vel saman
 - Hellið súkkulaðinu saman við og blandi með sleif
 - Veltið upp úr kókos
 - Kælið og njótið
 
EatRVK https://www.eatrvk.is/