Trönuberjasósa er nauðsynleg með góðum kalkún eða öðrum veislumat, það verður allt svo fallegt á disknum þegar þessi dásamlega rauða sósa er sett á diskinn. Þessi sósa er hrikalega einföld og alveg unaðslega góð og svo er ekki slæmt að nota hana á jógúrtina daginn eftir.
			Trönuberjasósa
	2015-12-29 14:20:38
		
			Innihaldsefni
			- 1 poki af trönuberjum
 - 1 epli saxað án hýðis
 - 2 bollar góður eplasafi
 - 1 kanilsstöng (má sleppa)
 - 1 anis stjarna (má sleppa)
 - 2 dl púðursykur
 
Leiðbeiningar
			- Allt sett saman í pott og látið suðuna koma upp, lækkið þá undir og látið sósuna malla í um 10-15 mínútur.
 
Athugasemdir
			- Gott er að gera þessa sósu daginn fyrir veisluna, hitið hana upp og bætið við eplasafa ef ykkur finnst hún of þykk. Þessi sósa er dásamleg á gríska jógúrt með pekanhnetum.
 
EatRVK https://www.eatrvk.is/